Náttúrufræðikennsla

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 15:08:32 (3247)

1999-02-03 15:08:32# 123. lþ. 58.10 fundur 357. mál: #A náttúrufræðikennsla# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[15:08]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Hér er hreyft mjög mikilvægu máli um fyrirkomulag náttúrufræðikennslu í kjölfar TIMSS-könnunarinnar. Það er ánægjulegt að heyra að til stendur að auka hlut náttúrufræðikennslu bæði í grunnskólum og framhaldsskólum miðað við svar hæstv. ráðherra.

Mig langar í framhaldi af þessu að spyrja hæstv. ráðherra hvenær þessi aukning taki gildi. Verður það á þessu skólaári eða næsta, eða hvenær? Það er óskaplega mikilvægt að ekki sé bara talað um hlutina, það verði að gera eitthvað í kjölfar TIMSS-könnunarinnar, en síðan er allt óbreytt. Þess vegna tel ég ákaflega mikilvægt að fá það skýrt fram hvenær þessar breytingar taka gildi.