Úttekt á hávaða- og hljóðmengun

Fimmtudaginn 04. febrúar 1999, kl. 14:38:08 (3314)

1999-02-04 14:38:08# 123. lþ. 59.7 fundur 65. mál: #A úttekt á hávaða- og hljóðmengun# þál., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 123. lþ.

[14:38]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú þáltill. sem hér er flutt hefur komið til kasta umhvn. og verið rædd þar ítarlega. Það er rétt sem hv. flm. gat um að meiri hluta nefndarinnar hefur þótt að þarna væri um verksvið sveitarfélaganna að ræða um leið og umræður í hv. umhvn. hafa fallið á þann veg að full ástæða væri að hvetja sveitarfélög til að taka á þessu verkefni. Sérstaklega hafa menn þá beint sjónum sínum að hinum fjölmennari sveitarfélögum, þ.e. höfuðborginni og næsta nágrenni. Hv. umhvn. mun að sjálfsögðu taka þetta til skoðunar þegar þingmálið berst til nefndarinnar.