Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 16:11:37 (3333)

1999-02-08 16:11:37# 123. lþ. 60.6 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[16:11]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Mér sýnist reyndar óþarft að hafa uppi rökstuðning fyrir því að þessi tillaga fái þinglega meðferð eins og aðrar. Það virðast allir vera sammála um, jafnt stuðningsmenn tillögunnar sem andstæðingar innihalds hennar. Ég tek þar af leiðandi undir orð hv. 2. þm. Reykn. Ég tel æskilegt að þessi tillaga fái skjóta meðhöndlun og komi til efnislegrar afgreiðslu sem allra fyrst. Úr því svo vel ber í veiði að bæði andstæðingar og stuðningsmenn tillögunnar eru sammála um þetta atriði, tek ég undir tilmæli hv. þm. Árna M. Mathiesens til utanrmn. um að hún hraði störfum og gangi til afgreiðslu og atkvæðagreiðslu um tillöguna. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess og fagna því ef svo verður, ekki síst vegna þess að ekki nýttu allir sér möguleikana til að tjá efnislega afstöðu sína til tillögunnar við fyrri umr. Það er einmitt mjög æskilegt að afstaða manna liggi fyrir sem skýrust sem fyrst. Það gæti orðið við efnislega afgreiðslu tillögunnar við síðari umr.