Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 16:13:07 (3334)

1999-02-08 16:13:07# 123. lþ. 60.6 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., LMR (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[16:13]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Herra forseti. Ekkert hefur komið fram um að bandaríski herinn hafi áhuga á að flytja frá Íslandi og Íslendingar taki alfarið yfir rekstur Keflavíkurflugvallar þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi af ýmsum ástæðum, sérstaklega tæknilegum, dregið að nokkru úr umsvifum sem Íslendingar hafa síðan tekið að sér. Ég tel hins vegar rétt að taka þetta mál til umfjöllunar í nefnd. Þá fáum við hreinar línur um hverjir hér í þinginu styðja svona tillögu. Mér finnst hún ekki sýna vilja meiri hluta þingsins eins og hann hefur verið að undanförnu og legg því til að þáltill. verði tekið til umfjöllunar í nefnd.