Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 17:19:24 (3347)

1999-02-08 17:19:24# 123. lþ. 60.16 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[17:19]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég velkist ekki í vafa um það sem kemur fram í 2. gr., hvert hlutverk þessarar nefndar er. Það er auðvitað að gera tillögur um svæðisskipulagið og á venjubundinn hátt að gæta þess að samræmi sé með því og aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga. Það er minn skilningur á þessu. En hvað varðar hins vegar skipan í nefndina og að leitað skuli samráðs við Samband íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu fulltrúa úr kjördæmunum í nefndina, þá get ég sagt það sem ég hef sagt áður að ég hefði talið að sveitarfélögin ættu sjálf að tilnefna beint í nefndina. En sú leið er valin að gera tillögu um að ráðherrann skipi þessa fulltrúa í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ég er hins vegar sammála hv. þm. um þá spurningu hver sé status Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum efnum. Ég get bara endurtekið þá skoðun mína að ég hefði talið eðlilegt að sveitarfélögin hefðu með einhverju móti komið beint að því að tilnefna í þessa nefnd.