Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Þriðjudaginn 09. febrúar 1999, kl. 13:45:57 (3362)

1999-02-09 13:45:57# 123. lþ. 61.6 fundur 223. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# (vöruþróunar- og markaðsdeild) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 123. lþ.

[13:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er svo skemmtilegt að vextir af þessu fé, 700 millj., gætu verið nokkurn veginn 50 millj. Það eru akkúrat þeir skattar sem lagðir eru á nýsköpun, þ.e. það kostar 75 þús. kr. að stofna nýtt fyrirtæki. Hefur hæstv. iðnrh. látið sér detta í hug að fella niður eða lækka verulega gjöld á stofnun nýrra fyrirtækja til að örva nýsköpun og nota til þess vexti af þessu fé? Vaxtatekjum sjóðsins er nú stýrt til atvinnulífsins í sérstök verkefni í stað þess styrkja það almennt og liðka um fyrir nýsköpun með því að gera stofnun nýrra fyrirtækja auðveldari.