Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Þriðjudaginn 09. febrúar 1999, kl. 13:57:42 (3365)

1999-02-09 13:57:42# 123. lþ. 61.6 fundur 223. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# (vöruþróunar- og markaðsdeild) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 123. lþ.

[13:57]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég harma að hv. þm. Ágústi Einarssyni hafi snúist svona hugur gagnvart Nýsköpunarsjóðnum. Hv. þm. þóttist reyndar vita flest um sjóðakerfið þegar það var til umræðu á sínum tíma. Hann var þá með spekingslegan svip yfir því hvernig þetta ætti allt saman að þróast. Hann greiddi síðan atkvæði með Nýsköpunarsjóðnum. Nú held ég að hann hafi staðið undir væntingum og rúmlega það, hann er allt í einu á móti.

Það þarf í sjálfu sér, herra forseti, ekki að koma mjög á óvart að svo sé. Hv. þm. skiptir mikið um flokka og þarf ekki að koma á óvart þó hann skipti líka um skoðanir.