Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Þriðjudaginn 09. febrúar 1999, kl. 18:06:59 (3405)

1999-02-09 18:06:59# 123. lþ. 61.18 fundur 252. mál: #A happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna# (peningavinningar) frv., 253. mál: #A vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga# (peningavinningar) frv., Flm. GHall
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 123. lþ.

[18:06]

Flm. (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég þakka undirtektir hv. þm. Guðjóns Guðmundssonar við þetta mál og vil aðeins bæta við vegna þess að hann kom inn á tölur, að hvað önnur happdrætti varðar, þá er ég hér með tölur t.d. fyrir íslensku söfnunarkassana árið 1995. Það lætur nærri að heildarveltan þar hafi verið 9 milljarðar. Önnur þau happdrætti sem hann gat um eru með ámóta tölur, t.d. í þessum spilakössum, þannig að hér er ekkert smámál á ferðinni. Það er rétt sem áðan kom fram að þau mál sem eru til umfjöllunar, þau líknarmál sem hér er unnið að eru þess eðlis að ef ekki nyti þessara happdrætta við, er ljóst að það yrði að sækja fjármuni frekar í vasa skattborgaranna.

En aðalatriðið er þó það að lausn þessara mála gangi fljótt og vel fyrir sig og ég vænti þess að hv. allshn. ljúki þessu máli svo að fyrir þinglok megi sú breyting verða á að þessi ágætu happdrætti fái að njóta sannmælis og standa jafnfætis við aðra þá aðila sem hafa fengið óvenjulega aðstöðu og mikið olnbogarými í þó annars þeim þrengingum sem þessi tvö happdrætti hafa mátt búa við.