Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 13:42:00 (3409)

1999-02-10 13:42:00# 123. lþ. 62.13 fundur 252. mál: #A happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna# (peningavinningar) frv., ÁRÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 123. lþ.

[13:42]

Árni R. Árnason (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hef veitt því athygli að mál sem varða reglur um happdrætti, hvers konar happdrætti sem það kunna að vera, eru öll á verksviði dómsmrn. Þau eru talin varða réttarreglur en ekki efnahags- og viðskiptamál, enda hygg ég að efnahagslegt vægi þessara atriða sé tiltölulega lítið og skipti kannski meira máli að þar séu leikreglur sem séu í lagi fyrir alla þátttakendur.