Útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 13:52:14 (3414)

1999-02-10 13:52:14# 123. lþ. 63.1 fundur 313. mál: #A útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[13:52]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir orð utanrrh. Ég tel að í máli eins og þessu sé skynsamlegt að fara varlega af stað. Hins vegar kem ég í ræðustól vegna hinnar undarlegu ræðu fyrirspyrjanda. Ég hef tilefni til þess. Nýlega heimsótti ég þá sem starfa í flugstöðinni og ræddi við fólk, nánast í öllum geirum þess samfélags sem þar er að finna. Þar var sú athugasemd gerð við umrædda fyrirspurn og svarið við henni, að full ástæða væri til að biðja um sundurliðun varðandi aukið umfang, veltu og fjölgun starfa. Ég mun bera fram þá fyrirspurn til fróðleiks fyrir okkur til að vita hvar aukningin er. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur í öllum skrefum fram undan að hafa réttar upplýsingar og staðhæfa ekki eitthvað sem ekki er. Þá er ég að vísa til þess að í bæði Fríhöfn og víðar hafi velta og umfang aukist verulega.