Útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 13:57:16 (3418)

1999-02-10 13:57:16# 123. lþ. 63.1 fundur 313. mál: #A útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[13:57]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri fyrirspurn sem hér er lögð fram. Hæstv. utanrrh. hefur svarað og leitt fram staðreyndir málsins, sem eru að þær endurbætur sem gerðar voru á rekstrinum horfa mjög til góðs.

Mér er minnisstæð, vegna þess að ég var formaður í nefndinni sem vann að málinu, andstaðan gegn þessu meðal embættismanna, manna í viðskiptalífinu og ekki síst meðal stjórnmálamanna. Mér er minnisstætt að stjórnarandstaðan, hv. þingmenn Alþfl., komu hér og spáðu þessu öllu illu. Þær hrakspár hafa ekki ræst og ég mun fagna því er lagðar verða fram tölur því til staðfestingar.

Ég vona að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki ætlað að fara út í slíkar hrakspár í ræðu sinni hér áðan.