Náttúrugripasafn Íslands

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 15:11:55 (3446)

1999-02-10 15:11:55# 123. lþ. 63.5 fundur 429. mál: #A Náttúrugripasafn Íslands# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[15:11]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrir þessa fyrirspurn og mér finnt mjög gott að þessu máli sé hreyft. Sú saga sem hér hefur komið fram er mikil hörmungarsaga því að það er alveg ljóst að þegar hugsað er um kennslu í náttúrufræðum og það að auka skilning barna og fullorðinna á hinni merku náttúru Íslands er fátt betur til þess fallið en gott náttúrugripasafn.

Það voru orð hæstv. ráðherra um fiskasafnið sem kveiktu í mér. Mér finnst að menn megi ekki láta það aftra sér að koma upp lifandi fiskasafni hér þó að hið merka fiskasafn sé til í Vestmannaeyjum heldur frekar að læra af reynslunni þar og hvað það hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir náttúrufræðikennslu, ég tala nú ekki um fyrir ferðaþjónustuna því safnið er auðvitað eitt það merkilegasta sem er að sjá í Vestmannaeyjum. Ég vil því hvetja til þess þegar farið verður að huga að þessum málum fyrir alvöru, sem vonandi verður sem allra fyrst, þá hafi menn það með í dæminu að koma upp lifandi fiskasafni. Það er auðvitað dýrt og kallar á ákveðna sérfræðiþekkingu og fleira slíkt en það er held ég með því besta sem hægt er að gera hér og til að minna Íslendinga á það á hverju við lifum og hvað er í vötnum og í sjónum kringum Ísland.