Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 15:20:36 (3450)

1999-02-10 15:20:36# 123. lþ. 63.6 fundur 448. mál: #A framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi KÁ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[15:20]

Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Undir lok síðasta þings var samþykkt ný framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Ég vil geta þess að ég hef lagt fram fyrirspurnir til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvernig gengur að framfylgja áætluninni.

Kaflinn um umhvrn. er býsna rýr en þó var að finna í þeirri tillögu sem kom upphaflega fram lið þess efnis að stofnuð yrði jafnréttisnefnd í ráðuneytinu og stofnunum þess. Rétt er að geta þess að þessi tillaga varð félmn. fyrirmynd og tillögu sama efnis, en svolítið öðruvísi orðaðri, var bætt við inn í alla kafla, þ.e. inn í kafla allra ráðuneytanna.

Nú er tæplega ár liðið frá því að framkvæmdaáætlunin var samþykkt og því finnst mér orðið tímabært að spyrja hvernig gengur að framfylgja henni. Því spyr ég hæstv. umhvrh.:

,,Hvað líður störfum jafnréttisnefndar ráðuneytisins, hverjir skipa hana og við hvaða verkefni hefur hún fengist, sbr. lið 12.1 í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna?``