Endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:09:11 (3559)

1999-02-15 15:09:11# 123. lþ. 65.1 fundur 245#B endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:09]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Hugmynd mín er ekki fullmótuð í þessu sambandi. Mér fyndist mjög freistandi að biðja stjórnarandstöðuna, eins og hún er nú saman sett, að koma sér saman um einn fulltrúa. Mér fyndist það virkilega freistandi í upphafi kosningabaráttunnar. Ég er hins vegar ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það.

Ég tók það fram að ég ætlaði ekki að hafa sömu vinnubrögð og viðhöfð voru seinast þegar lögin um tekjustofna sveitarfélaga voru endurskoðuð. Að því starfi komu eingöngu stjórnarsinnar af þingsins hálfu. Ég ætla ekki að gera það heldur hafa einnig stjórnarandstæðing í nefndinni. Ég mun reyna að hlutast til um að það verði þingmaður sem hefur frambúðarsetu á þinginu eða hér um bil örugga frambúðarsetu en það dansa nú ekki allir á kirkjugarðsballinu í haust sem ætluðu þangað í vor, eins og þar segir.