Klám

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:28:24 (3574)

1999-02-15 15:28:24# 123. lþ. 65.1 fundur 248#B klám# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:28]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég hef ekki lagt neitt mat á það hvort refsiverð háttsemi á sér stað varðandi þau atriði sem hv. þm. hefur gert hér að umtalsefni og vil síst af öllu gera lítið úr alvarleika þeirra mála. En ég ítreka að það er hlutverk lögregluyfirvalda og ákæruvalds að taka á þeim málum ef grunsemdir eru fyrir hendi. Og ég treysti yfirmönnum lögreglunnar til þess að gera það ef aðstæður eru með þeim hætti að það þyki rétt og eðlilegt.