Aðskilnaður rannsóknastofnana, hagsmunasamtaka og ríkisvalds

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 16:35:51 (3597)

1999-02-15 16:35:51# 123. lþ. 65.8 fundur 218. mál: #A aðskilnaður rannsóknastofnana, hagsmunasamtaka og ríkisvalds# þál., MagnM
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[16:35]

Magnús Árni Magnússon:

Hæstv. forseti. Mig langar að taka heils hugar undir þetta mál sem hér liggur fyrir um nýja skipan stjórna allra rannsókna- og vísindastofnana á vegum hins opinbera með það fyrir augum að efla sjálfstæði þeirra til hvers konar rannsókna og vísindaiðkana.

Óhæði vísindmanna er grundvallarskilyrði til þess að hægt sé að taka mark á þeim. Því miður virðast hins vegar vísindamenn horfa á viðfangsefnin í gegnum gleraugu þeirra sem afhenda þeim bjargræðið. Við þekkjum fjölmörg dæmi um slíkt og væri kannski fulllangt mál að fara rekja einhver þeirra hér.

Í öllum pólitískum hitamálum má nánast alltaf finna vísindamenn sem styðja gagnstæð sjónarmið vísindalegum rökum. Það að hagsmunasamtök hafi tök á rannsóknastofnunum hins opinbera gerir álit þeirra á vissan hátt tortyggilegt. Þeir góðu vísindamenn sem þar starfa eiga betra skilið en að skipan stjórna stofnananna sem þeir starfa á sé jafntortryggileg og raun ber vitni. Ég vil því lýsa yfir stuðningi mínum við þessa tillögu.