Hafnaáætlun 1999-2002

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:09:54 (3651)

1999-02-16 14:09:54# 123. lþ. 66.7 fundur 291. mál: #A hafnaáætlun 1999-2002# þál., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:09]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Sú brtt. sem hér er verið að greiða atkvæði um og er frá þeim sem hér stendur og Rannveigu Guðmundsdóttur, snýr að lítils háttar breytingum á hafnaáætlun og fyrst og síðast að því að þrjár tilteknar hafnir njóti jafnræðis á við aðrar hafnir í landinu, einkanlega þó tvær, þ.e. Garðabær og Kópavogur, en þær eru ekki með í þeirri aðaltillögu sem fyrirliggjandi er. Það er auðvitað óviðunandi að jafnræðis sé ekki gætt í þessum efnum og við hv. þm. viljum tryggja að svo sé og þess vegna er tillagan hér komin fram.