Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:15:27 (3654)

1999-02-16 14:15:27# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:15]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tel að við þessa endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins hafi afar illa tekist til og alveg sérstaklega er ég andvígur því að festa með þeim hætti sem hér er gert ráð fyrir í stjórnarskrá ramma sem leiðir til þess að fjöldi kjördæma í landinu verði í mesta lagi sjö miðað við brtt. og fjöldi þingmanna miðist við lágmarkið sex í kjördæmi. Þetta leiðir til þess að búin verða til risastór kjördæmi á landsbyggðinni. Ég hefði talið að nú ætti að skoða stjórnskipan okkar út frá því að festa í lögum nýtt stjórnsýslustig og ef við því hefði orðið hefði verið hægt að lögfesta sameiginlegt kjör til Alþingis, þ.e. að landið yrði eitt kjördæmi og kosið þannig til þings.