Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:20:23 (3658)

1999-02-16 14:20:23# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:20]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er andvígur þeirri miklu stækkun landsbyggðakjördæmanna sem kveðið er á um í frv. Ég tel að það margþætta samstarf sem nú er í einstökum kjördæmum verði erfiðara í þessum stóru kjördæmum og í sumum tilfellum óframkvæmanlegt. Einnig tel ég að samband þingmanna við kjördæmi sín verði miklu erfiðara eftir þessar breytingar en það er í dag. Miklu betra hefði verið að jafna vægi atkvæða með því að halda óbreyttri kjördæmaskipan en fækka þingmönnum landsbyggðarkjördæmanna sem hefði leitt til svipaðrar niðurstöðu. Ég mun því greiða atkvæði gegn þeim þáttum frv. sem lúta að stækkun kjördæmanna.