Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:27:07 (3665)

1999-02-16 14:27:07# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., MS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:27]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég hef stutt þá viðleitni sem unnið hefur verið eftir að draga úr misvægi atkvæða en hins vegar hef ég lýst miklum athugasemdum við þá tillögu að breyta mörkum kjördæma, stækka þau og fækka þeim eins og hér er gert ráð fyrir. Ég tel það vont skref og ég fór yfir það við 2. umr. Ég hef talið að kjördæmin ættu að vera óbreytt og frekar ætti að fara þá leið að fækka þingmönnum núverandi kjördæma. Þá tillögu sem hér liggur fyrir get ég því ekki stutt.