Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:35:53 (3668)

1999-02-16 14:35:53# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:35]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um það atriði í frv. sem er upphafið að allri ógæfunni. Það er að setja sér það markmið að vægi atkvæða skuli hið minnsta vera 1:2. Þetta er ástæðan fyrir því að menn hafa leiðst út í að stækka kjördæmin. Afleiðingin af þessu er sú að menn hafa séð sig tilneydda til þess að skipta Reykjavíkurkjördæmi. Þetta er upphafið að ógæfunni. Ég segi nei.