Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:57:32 (3671)

1999-02-16 14:57:32# 123. lþ. 66.93 fundur 266#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:57]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en 38. mál á dagskrá er tekið fyrir vill forseti árétta nokkur atriði sem nefnd voru í upphafi umræðna í gær.

Það er ætlun forseta að ljúka umræðu um dagskrármálin þótt mörg séu. Góð samvinna hefur verið við starfsmenn þingflokka um uppröðun dagskrárinnar en ljóst er að þetta tekst ekki nema framsögumenn og aðrir sem taka þátt í umræðunum takmarki mjög ræðutíma sinn, helst við um það bil fimm mínútur, til þess að allir komist að með mál sín. Jafnframt verður forseti að fresta þar til síðar á fundinum þeim málum sem kunna að taka mikið meira en 20 mínútur.

Það er von forseta að þetta fyrirkomulag takist jafn vel í dag og það gerði í gær en þá tókst að ljúka umræðum um 29 mál á tæpum fjórum klukkustundum.