Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 13:34:38 (3721)

1999-02-17 13:34:38# 123. lþ. 67.92 fundur 269#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 123. lþ.

[13:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill tilkynna um utandagskrárumræðu sem fram fer kl. 3.30 síðdegis. Málshefjandi er Hjörleifur Guttormsson. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, verður til andsvara og umræðuefnið er bæklingur ríkisstjórnarinnar um hálendi Íslands. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur því í hálfa klukkustund.