Uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 14:13:33 (3729)

1999-02-17 14:13:33# 123. lþ. 68.1 fundur 259. mál: #A uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal# fsp. (til munnl.) frá forsrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[14:13]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda Svavari Gestssyni fyrir að vekja máls á þessu. Menningartengd ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi eins og annars staðar. Þetta er því kærkomið verkefni. Ég vil einnig þakka hæstv. forsrh. fyrir orð hans.

Það hefur verið mikið keppikefli okkar sem erum fulltrúar í Vestnorræna ráðinu að byggja upp og minnast tímamótanna sem fram undan eru í Brattahlíð á Grænlandi. Mér finnst vert að þakka forsrh. og ríkisstjórninni fyrir þeirra hlut í þeim efnum. Við horfum til framtíðar þegar við veltum þessum málum fyrir okkur. Samstarf okkar við Grænland skiptir miklu máli og tengsl þessara verkefna eru greinileg.