Réttur íbúa landsbyggðar til læknisþjónustu

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 19:41:41 (3819)

1999-02-17 19:41:41# 123. lþ. 68.19 fundur 277. mál: #A réttur íbúa landsbyggðar til læknisþjónustu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[19:41]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það hefur tognað nokkuð úr fyrirspurninni. Það síðastnefnda sem hv. þm. spyr um var hvort tilvísun þurfi til að fá endurgreidda ferð. Samkvæmt nýrri reglugerð þarf tilvísun frá sérfræðingi, annaðhvort lækni eða öðrum sérfræðingi sem meðhöndlar sjúkling.

Hann spyr líka hvort þetta nái til aðstandenda sjúklinga. Þetta nær til foreldra. Og hann spyr hver sé helsta breytingin í þessari nýju reglugerð. Helsta breytingin er sú að þetta nær til algengra sjúkdóma sem fyrri reglugerð náði ekki til.