Raforkuver

Fimmtudaginn 18. febrúar 1999, kl. 12:43:09 (3857)

1999-02-18 12:43:09# 123. lþ. 69.3 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 123. lþ.

[12:43]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Stærsti hluti vatnsfalla landsins rennur óbeislaður til sjávar í stað þess að mala gull fyrir land og þjóð. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson vill slá á frest að láta þessi vatnsföll mala gull. Í stað þess ætlar hann að bíða í kannski tíu ár eftir óvissum rannsóknum á vetnisframleiðslu. Og hann vill að þessu sé stjórnað ofan frá af hæstv. iðnrh.

Getur hann ekki hugsað sér að þetta yrði gert með markaðnum, að lagður yrði mengunarskattur á málmframleiðslu og vetnisframleiðslan kannski styrkt til þess að ná jafnvægi, ef mengunarskattar verða yfirleitt nauðsynlegir þegar búið verður að sanna hvort það sé í gangi koltvíoxíðmengun sem veldur gróðurhúsaáhrifum og þegar búið verður að sanna það yfirleitt hvort gróðurhúsaáhrif séu til staðar?