Raforkuver

Fimmtudaginn 18. febrúar 1999, kl. 12:46:29 (3860)

1999-02-18 12:46:29# 123. lþ. 69.3 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 123. lþ.

[12:46]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er líkast til rétt hjá hv. þm. að kenningar vísindamanna hafi ekki hafi verið geirnegldar með sönnunum. Hann hefur fyllsta rétt til að hafa þá skoðun. Það breytir ekki því að þó er alla vega sannað að hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu 100 árum. Menn geta deilt um orsakir þess. Allir málsmetandi vísindamenn sem tengjast loftslagsfræðum telja það vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Hv. þm. getur ekki bent á einn einasta málsmetandi fræðimann í veðurfræðum sem heldur öðru fram með gildum rökum. Hann getur hins vegar bent á fullt af minni spámönnum. Það er önnur saga.

Hv. þm. sagði að hann hefði átt við þau vatnsföll sem sátt er um að virkja. Það er einmitt mergur málsins. Það er engin sátt um að virkja tiltekin vatnsföll. Það sem ég og hv. þm. Hjörleifur Guttormsson erum að segja eru að viðhorfin hafa breyst og við erum ekki lengur sammála um að virkja vatnsföll sem menn voru e.t.v. á því að virkja fyrir nokkrum árum. Viðhorfin hafa breyst og því segi ég: Sláum þessu á frest. Endurmetum hlutina.