Háskóli Íslands

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 15:43:22 (3946)

1999-02-19 15:43:22# 123. lþ. 70.5 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv., 510. mál: #A Háskólinn á Akureyri# (heildarlög) frv., 511. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# (doktorsnafnbót, kærumál, gjöld o.fl.) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[15:43]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég kom inn á í ræðu minni er það ósk háskólaráðs að um samskipti þess og stúdentaráðs verði að þessu leyti farið að 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins. Allur vafi er tekinn af því í þessu frv. að þannig beri að standa að málum. Þær leikreglur sem settar eru í fjárreiðulögunum eru að ósk háskólaráðs hinar sömu og eiga að gilda um samskipti stúdentaráðs og háskólaráðs.

Það sem þar segir um útboð og skyldur til útboðs er síðan mál sem menn verða að skoða og túlka í þessu ljósi. Hins vegar er alveg ljóst að háskólaráð hefur samkvæmt þeim lögum heimildir til að gera samninga án þess að efna til útboðs, enda vita hv. þm. það eftir að fjárreiðulögin voru hér til umræðu. Jafnframt er ljóst að fjárreiðulögin veita háskólaráði heimildir til þess að semja við aðra aðila en stúdentaráð Háskóla Íslands eins og háskólaráð áréttar í samþykkt sinni frá 19. nóv., að háskólaráð þurfi og vilji hafa slíkra heimildir.