Frestun umræðu um náttúruvernd

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 17:14:41 (3959)

1999-02-19 17:14:41# 123. lþ. 70.96 fundur 276#B frestun umræðu um náttúruvernd# (um fundarstjórn), HG
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[17:14]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég skil vel að þingmenn sem ekki hafa haft aðstæður til að vera á þingfundi, óski eftir því að umræðunni verði frestað þannig að þeir geti komist að. En ég skil ekki rökin fyrir því eða skynsemina í því að hæstv. ráðherra mæli fyrir máli og umræða geti ekki haldið áfram svo lengi sem eftirspurn er eftir orði af viðstöddum hv. þm., eins og mjög er tíðkað. Hvet ég hæstv. forseta til að endurskoða þessa ákvörðun. Ég tel það ósanngjarnt gagnvart þeim þingmönnum sem hafa haldið út setu í þinginu fram eftir degi og búið sig undir að taka þátt í umræðu um þetta mál og kunna að eiga aðstæður sem mæli gegn því að þeir verði þátttakendur þegar málið kemur aftur á dagskrá. Ég hvet því hæstv. forseta eindregið til að hleypa að þeim sem hafa óskað eftir að tala nú í málinu.