Almannatryggingar

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 19:33:20 (3976)

1999-02-19 19:33:20# 123. lþ. 70.8 fundur 520. mál: #A almannatryggingar# (örorkumat) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[19:33]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég spurði hæstv. heilbrrh. um á hvaða rannsóknum eða athugunum kostnaðarmatið frá fjmrn. byggðist. Út frá svörum hæstv. heilbrrh. tek ég það svo að það byggist á reynslu annarra þjóða. Ég hef í sjálfu sér ekkert út á það að setja.

Ég vil hins vegar taka fram að í ræðu minni áðan sagði ég ekki að frv. sem slíkt væri áfellisdómur yfir endurhæfingu eins og hún hefur verið rekin hér á landi. Ég sagði að orð hæstv. ráðherra fælu í sér áfellisdóm og það alvarlegan. Hæstv. ráðherra sagði nefnilega að framboð á starfrænni endurhæfingu væri of lítið og því væri beitt of seint. Það finnst mér áfellisdómur hjá hæstv. ráðherra yfir kerfinu. Ég get ekki annað sagt. Það kann að vera að hæstv. ráðherra sé annarrar skoðunar á þeirri ályktun sem ég dreg af orðum hennar. Hún hefur kannski ekki meint þetta eða hún skilur eigin orð talsvert mildar en ég geri.

Að því er varðaði endurhæfingu, t.d. þeirra sem þjást af geðklofa þá þekki ég þann sjúkdóm því miður allt of vel. Ég veit ekki til að hingað til hafi endurhæfing nokkru sinni skipt nokkru máli fyrir þá sem af honum þjást.