Málefni aldraðra

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 19:59:03 (3983)

1999-02-19 19:59:03# 123. lþ. 70.10 fundur 527. mál: #A málefni aldraðra# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[19:59]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Sökum þess hvernig tíma okkar er háttað nákvæmlega núna þegar við erum að ræða þetta mál, þá ætla ég ekki að fara í neina efnislega umræðu um frv. Ég ætla þó að nota tækifærið til þess að spyrja hæstv. ráðherra um eitt atriði.

Meðal þeirra nýmæla sem kynnt eru í frv. er að hæstv. heilbrrh. mun nú skipa, verði frv. að lögum, einn fulltrúa í allar stjórnir stofnana fyrir aldraða. Þetta var ekki svona áður og mig langar til þess að spyrja hæstv. ráðherra hverju þetta sætir og hvers konar viðtökur þetta hafi fengið í hópi þeirra 16 eða 17 umsagnaraðila sem sendu inn umsagnir um frv. til ráðuneytisins.