Málefni aldraðra

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 19:59:54 (3984)

1999-02-19 19:59:54# 123. lþ. 70.10 fundur 527. mál: #A málefni aldraðra# (heildarlög) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[19:59]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að ríkið eigi fulltrúa í stjórn þessara stofnana því að auðvitað sér ríkið um reksturinn eða leggur til fjármagnið. Ég tel mjög mikilvægt að ríkið sé tengiliður þarna inn í stjórn stofnananna.

Hv. þm. spurði mig hvort þeir 16 aðilar sem hafa komið að málinu hafi allir verið sammála þessu. Ég hef ekki svör við því, hv. þm., en ég mun leggja það fram um leið og nefndin tekur þetta mál fyrir, liggi það raunverulega á borðinu.