Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 11:37:58 (4005)

1999-02-25 11:37:58# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[11:37]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess í sambandi við dagskrá dagsins í dag og umræðuna að ef sérstaklega er óskað eftir því að talað verði fyrir skýrslum alþjóðanefndanna, þ.e. málum 6--11 á dagskránni, þá verður að sjálfsögðu orðið við því. Annars mælist forseti til þess að hv. þingmenn komi sínum athugasemdum um þau mál að í umræðunni um skýrslu utanrrh. Að umræðu um hana lokinni yrðu teknir saman 3., 4. og 5. dagskrárliður, þ.e. störf norrænu ráðherranefndarinnar, norrænt samstarf og Vestnorræna ráðið. Forseti vonar að ekki verði gerðar athugasemdir við þessa tilhögun.