Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:34:23 (4031)

1999-02-25 14:34:23# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:34]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hlutirnir gerast hratt. Flokkurinn sem við hv. þm. sátum saman í fram á mitt síðasta sumar er farinn út af sviðinu, og það sem verra er, mér sýnist að grundvallaratriðin sem menn höfðu uppi séu líka að hverfa. Ég spyr því, virðulegur forseti, talsmann Samfylkingarinnar hvort Samfylkingin muni útiloka aðild að Evrópusambandinu eða hvort Samfylkingin muni hafa uppi hliðstæðan málflutning og hæstv. utanrrh., að halda þar öllum dyrum opnum.