Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:45:13 (4042)

1999-02-25 14:45:13# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:45]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Hér var um margt merk ræða hjá hv. þm. Margréti Frímannsdóttur. Hún endaði mál sitt á að segja: Hver er staðan og hvert stefnum við? Það var dálítið óljóst að skynja þá stefnu hjá hv. þm., talsmanni Samfylkingarinnar. Hún hefur ekki komið fram með það hverju hún er beinlínis ósammála í skýrslu utanrrh. Hún sagði líka í ræðu sinni að hún hefði ráðgjafa sem hefðu mikla breidd og mig langar að spyrja: Hvernig var með þá félaga hennar í Alþb. sem hlupu frá borði, höfðu þeir einhverja aðra breidd eða aðrar víddir? Var það þess vegna sem þeir fóru frá henni?