Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:44:51 (4056)

1999-02-25 15:44:51# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:44]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu talar hæstv. utanrrh. fyrir hönd ríkisstjórnarinnar en í ræðu hans eru ný tíðindi er varða öryggis- og varnarmál Íslands og a.m.k. breytt tóntegund til EES. Það er mjög athyglisvert að ekki einn einasti ráðherra Sjálfstfl. er viðstaddur þessa umræðu. Kannski er það vegna þess að hv. formaður Framsfl. hefur slíkt ótakmarkað umboð frá Sjálfstfl. eða vegna þess að ráðherrar Sjálfstfl. telja ekki ástæðu til að vera viðstaddir þegar hæstv. utanrrh. kynnir stefnu sem ég túlka þannig að hann sé að losa um tjaldhæla sína.