Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:58:17 (4066)

1999-02-25 15:58:17# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:58]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Við þessari spurningu er mjög einfalt svar. Af hálfu Alþfl. liggur það svar fyrir. Alþfl. er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur verið og er þeirrar skoðunar að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Við erum hins vegar aðilar að nýrri stjórnmálahreyfingu sem heitir Samfylking. Þar hefur orðið samkomulag um stefnu í þessum málum. Samkomulagið er á þá lund að Evrópumálin eigi að taka á dagskrá, það eigi að fara fram kynning og skoðun og umræður í landinu, þannig að fólk geti mótað afstöðu sína en að ekki sé gert ráð fyrir að umsókn verði send inn um aðild á næsta kjörtímabili.