Svör við fyrirspurnum

Föstudaginn 26. febrúar 1999, kl. 10:41:04 (4104)

1999-02-26 10:41:04# 123. lþ. 73.91 fundur 291#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), LB
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 123. lþ.

[10:41]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil fagna sérstaklega þessari yfirlýsingu hæstv. fjmrh. áðan. Í mínum huga er hæstv. fjmrh. að uppfylla þær skyldur sem hvíla á framkvæmdarvaldinu gagnvart löggjafarvaldinu til fullnustu. Ég vil fagna þessu sérstaklega og ég vona að hér sé á ferðinni fordæmi fyrir það sem koma skal.

Ég vil minnast aðeins á það að fyrr í vetur óskaði ég eftir skýrslum frá hæstv. landbrh. sem birtust í þinginu með þeim endemum að þær voru ritskoðaðar. Ef þau viðhorf sem hæstv. fjmrh. kynnti hér áðan hefðu verið ríkjandi þá hefði Alþingi ekki þurft að líða þann fíflagang sem ég tel að hæstv. landbrh. hafi sýnt Alþingi með því að skila þeirri skýrslu hér inn.

Virðulegi forseti. Ég ítreka það enn og aftur að ég lýsi sérstakri ánægju minni með þá yfirlýsingu sem hæstv. fjmrh. gaf áðan.