Nefnd um kynhlutlaust starfsmat

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:20:19 (4176)

1999-03-01 15:20:19# 123. lþ. 74.1 fundur 303#B nefnd um kynhlutlaust starfsmat# (óundirbúin fsp.), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:20]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svörin en því miður fékk ég ekki rök hans fyrir því að leysa hópinn upp núna. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem það á sér stað að nefndir sem starfa um mikilvæg mál eða frv. eru leystar frá störfum áður en niðurstaða er fengin, ekki síst þegar aðilar vinnumarkaðarins eru annars vegar. Hér er að mínu mati enn eitt skipbrot ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sem getur að mati fróðra manna fært okkur tvö ár aftur í tímann í jafnréttisbaráttunni ef þessi mál komast ekki í þann farveg sem útlit var fyrir. Ég tel því að það sé mjög mikilvægt að málið verði klárað með einhverju móti þannig að hægt sé að þróa áfram það tilraunastarf sem er þegar komið vel á veg. Það er mjög umhugsunarvert að 8. mars árið 1995 skipaði fyrrverandi hæstv. félmrh., Rannveig Guðmundsdóttir, fyrst nefnd um kynhlautlaust starfsmat og nú fjórum árum síðar eru niðurstöður ekki fengnar. Þetta segir okkur kannski meira en nokkuð annað um hve gífurlega erfitt vandamál er að ræða og það verður að takast pólitísk sátt og sátt við aðila vinnumarkaðarins um að fleyta því áfram þannig að viðunandi lausn fáist.