Bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:37:22 (4187)

1999-03-01 15:37:22# 123. lþ. 74.1 fundur 305#B bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Við höfum verið að forgangsraða hvað varðar ýmis mál öryrkja. Við höfum verið að hækka frítekjumörk og umönnunarbætur. Við höfum verið að hækka hlutfall þess sem ríkið borgar í tannviðgerðum öryrkja og ýmislegt mætti telja upp.

Þetta er eitt af því sem við höfum haft í endurskoðun og ég endurtek að við höfum átt góða samvinnu um þetta. Sú reglugerð sem talað var um áðan frá 1996 var kynnt í ríkisstjórn á sínum tíma og samþykkt þar. Það verður eins með nýja reglugerð. Hún verður kynnt í ríkisstjórn.