Starfsemi Íbúðalánasjóðs og nýtt greiðslumat

Þriðjudaginn 02. mars 1999, kl. 13:34:40 (4219)

1999-03-02 13:34:40# 123. lþ. 75.94 fundur 310#B starfsemi Íbúðalánasjóðs og nýtt greiðslumat# (umræður utan dagskrár), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 123. lþ.

[13:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að áður en gengið verður til dagskrár mun fara fram utandagskrárumræða um starfsemi Íbúðalánasjóðs og nýtt greiðslumat. Málshefjandi er Jóhanna Sigurðardóttir og félmrh. Páll Pétursson verður til andsvara. Þetta er hálftíma umræða í samræmi við 1. mgr. 50. gr. þingskapa.

Enn fremur er ráðgert að í kjölfar þessarar utandagskrárumræðu fari fram atkvæðagreiðslur um fyrstu sjö dagskrármálin.