Lífeyrissjóður bænda

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 13:36:40 (4258)

1999-03-03 13:36:40# 123. lþ. 76.1 fundur 323. mál: #A Lífeyrissjóður bænda# (heildarlög) frv. 12/1999, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[13:36]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um að sjóðfélagar Lífeyrissjóðs bænda fái að kjósa í stjórn en að stjórnin verði ekki skipuð eftir tilnefningu Hæstaréttar, fjmrh. og landbrh. ásamt með Bændasamtökum Íslands. Ég treysti einstaklingum til að fara sjálfir með forræði sitt og ég hef talið að það væri aðalsmerki flokks míns. Ég segi já.