Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 13:41:57 (4261)

1999-03-03 13:41:57# 123. lþ. 76.2 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[13:41]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Þær aðgerðir sem eru lagðar til eru byggðar á ítarlegustu rannsóknum sem gerðar hafa verið á orsökum búferlaflutninga á landsbyggðinni. Síðastliðin 18 ár hafa brottfluttir umfram aðflutta verið frá 500 upp í 1.800 manns á ári. Enginn vafi er á því að þessar aðgerðir munu verða til verulegra hagsbóta fyrir landsbyggðina því að hér eru m.a. lagðar til mjög afgerandi leiðir til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, bæta aðstöðu til menntunar, þekkingar og menningar, jöfnunar búsetuskilyrða, m.a. með lækkun húshitunarkostnaðar og ýmsar aðrar aðgerðir til að gera búsetu á landsbyggðinni eftirsóknarverðari. Hér eru tvímælalaust á ferðinni raunhæfustu aðgerðir sem lagðar hafa verið til í þeim tilgangi að styrkja stöðu landsbyggðarinnar. Verði unnið markvisst eftir þessum tillögum á næstu árum tel ég að ná megi því meginmarkmiði þessarar tillögu að fólksfjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali næsta áratug.