Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 13:44:04 (4263)

1999-03-03 13:44:04# 123. lþ. 76.2 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[13:44]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Við hv. þm. Ögmundur Jónasson skiluðum séráliti um tillöguna og tókum þar fram að við teljum að tillagan hefði þurft miklu ítarlegri meðferð í allshn. en raun varð á. Margar umsagnir bárust um tillöguna með hugmyndum og ábendingum sem meiri hlutinn tók í engu tillit til. Það var nokkuð sammerkt með þeim umsögnum að lögð var áhersla á að efndir fylgi orðum og fjármagn fyrirheitum. Mikil vantrú var augljós hjá umsagnaraðilum um að svo færi og ekkert hefur verið gert til eyða óvissu í þessu efni. Það þarf að taka miklu fastar á málum en gert er í tillögunni og þó að fyrsti minni hluti taki undir margt af því sem fram kemur í tillögunni, þá gagnrýnum við lausatök og skort á markvissri áætlanagerð. Hér er í besta falli um að ræða atrennu stjórnarflokkanna til að gera sér grein fyrir ástandinu og tilraun til að setja sér markmið. Við getum ekki fallist á að um trúverðuga lausn sé að ræða á þeim vanda sem við er að glíma og sitjum þess vegna hjá við afgreiðslu málsins.