Eftirlit með almennri heilsu tiltekinna aldurshópa

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 15:45:00 (4301)

1999-03-03 15:45:00# 123. lþ. 77.10 fundur 460. mál: #A eftirlit með almennri heilsu tiltekinna aldurshópa# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[15:45]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í svörum mínum áðan er um hópleit að ræða á Íslandi í þeim tilvikum sem það er vísindalega sannað að hópleit skili sér í bættu heilsufari. Ég sagði líka í fyrri svörum mínum að 90% þjóðarinnar leita til heilsugæslunnar eða til annarra heilbrigðisstarfsmanna og þá er einmitt upplagt, eins og kom fram hjá hv. þm. Katrínu Fjeldsted, að mæla blóðþrýsting og blóðfitu. Það er því farið eftir vísindalegum forsendum í þessu. Ég vísa því alveg á bug að svörin hafi verið misvísandi, það er svo langt frá því. Við fylgjumst mjög vel með hvað þetta varðar. Nýjustu rannsóknir benda t.d. til að það geti skilað árangri að leita að ristilkrabbameini með því að athuga hægðaprufur hjá öllum yfir 50 ára aldri á eins til tveggja ára fresti og við fylgjumst mjög náið með þeim rannsóknum. Við erum því vel vakandi fyrir þessu.

En ég ætla að endurtaka þakkir mínar til fyrirspyrjanda því að þetta var athyglisverð fyrirspurn.