1999-03-03 15:59:29# 123. lþ. 77.6 fundur 554. mál: #A viðbrögð Landsbanka og Búnaðarbanka við úrskurði kærunefndar jafnréttismála# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., viðskrh. (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[15:59]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég vonast til að það hafi komið mjög skýrt fram í svari mínu að bankarnir telja að þeir hafi reynt að gera kærunefnd jafnréttismála fullnægjandi grein fyrir því hvernig málið er vaxið. Það er auðvitað langeðlilegast að það sé vettvangurinn, samstarfið milli kærunefndarinnar og bankanna. Auðvitað mun kærunefnd jafnréttismála ganga eftir því ef ekki verður um fullnægjandi svör frá þessum fyrirtækjum að ræða. Þá mun ég geta aðstoðað í þeim efnum ef svo ber undir.

En það er refsingin sem stendur upp úr hjá hv. þm. Menn mega ekki ljúka starfi sínu, það verður að byrja á því að refsa. Þetta er ekki leiðin til þess að ná árangri. (Gripið fram í.) Það er stóra vandamálið, hv. þm. Reynum að ná samkomulagi um hvernig þetta skuli vera gert, fáum bankana til þess að svara þessu eðlilega og leggjum vöndinn niður.