Stefnumótun í málefnum langveikra barna

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 18:57:50 (4336)

1999-03-03 18:57:50# 123. lþ. 77.15 fundur 553. mál: #A stefnumótun í málefnum langveikra barna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[18:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegur forseti. Tilnefningar lágu ekki fyrir fyrr en í lok nóvember. En eins og ég sagði áðan hefur heilbrrn. eða Tryggingastofnun ekki setið auðum höndum þennan tíma því það hafa orðið geysilega miklar úrbætur einmitt varðandi þessi börn. Og eins og hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sagði koma þarna margir að, öll þessi ráðuneyti, og þá þarf að samræma ýmsa hluti. Það er nefndin að gera. En vegna þess að nefndin hefur ekki lagt neinar tillögur fram enn þá heldur bara kynnt mér munnlega einstaka þætti, þá er ég ekki tilbúin til að kynna þær hér úr ræðustól Alþingis. En eins og ég segi þá höfum við unnið ötullega að því á þessu kjörtímabili að bæta hag langveikra barna.