Löggæslumenn í Kópavogi

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 19:07:26 (4340)

1999-03-03 19:07:26# 123. lþ. 77.16 fundur 506. mál: #A löggæslumenn í Kópavogi# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[19:07]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hafa vakið athygli á málinu og umræður um það eru mikilvægar og nauðsynlegar. Það er líka óhjákvæmilegt að horfa á málefni af þessu tagi í heild sinni. Við erum með mjög fjölmennt lögreglulið á höfuðborgarsvæðinu öllu og það er brýnt, þegar við tökumst á við verkefni af þessu tagi, að við leitum fyrst að skipulagslegum lausnum þegar fyrir liggur að hægt er að finna þær áður en menn taka ákvarðanir um að fjölga ríkisstarfsmönnum og verður unnið að því af hálfu dómsmrn. að finna lausnir á þessu í þeim farvegi.