Alþjóðleg viðskiptafélög

Laugardaginn 06. mars 1999, kl. 12:53:31 (4378)

1999-03-06 12:53:31# 123. lþ. 79.13 fundur 414. mál: #A alþjóðleg viðskiptafélög# frv. 31/1999, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 123. lþ.

[12:53]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. og nál. um frv. til laga um alþjóðleg viðskiptafélög frá meiri hluta efh.- og viðskn.

Undir þetta álit rita auk stjórnarmeirihlutans, Ágúst Einarsson með fyrirvara.

Brtt. sem nefndin gerir eru í fimm liðum. Þ.e. við 1. gr. sem er tæknileg breyting. Í 2. lið er einnig tæknileg breyting við 5. gr. Sömuleiðis er gerð tillaga um tæknilega breytingu á 11. gr. Gildistökuákvæði laganna hljóðar upp á að þau öðlist þegar gildi. Síðan er eftirfarandi ákvæði til brb. sem lagt er til að komi inn:

,,Viðskiptaráðherra skal fyrir árslok 2001 leggja fram skýrslu á Alþingi um áhrif laganna á íslenskt efnahagslíf.``