Skaðabótalög

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 10:58:58 (4413)

1999-03-08 10:58:58# 123. lþ. 80.5 fundur 183. mál: #A skaðabótalög# (margfeldisstuðull við bótaútreikning o.fl.) frv. 37/1999, SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[10:58]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Við meðferð málsins í allshn. var þetta mál rætt nokkuð og meiri hlutinn tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í athugasemdum frv. um þetta efni. Þar kemur fram að við mat á fjárhæðum bóta skuli m.a. haft í huga umfang tjóns, sök tjónvalds og fjárhagsstöðu hans. Séu börn fórnarlömb kynferðisbrota ber að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar brots eru fyrir þau, svo og til eðlis verknaðarins, hve lengi misnotkun hafi staðið o.s.frv. Meiri hlutinn leggur því sérstaka áherslu á að slík tengsl milli brotamanns og brotaþola eigi ekki að leiða til lækkunar bóta. Hins vegar var það álit sérfræðinga að það væri ekki rétt að tiltaka einstök tilvik í lagaákvæði sem þessu.